Norska útvarpið braut reglur í Eurovision-útsendingu

Kynnarnir í Eurovision útsendingu norska sjónvarpsins í gærkvöldi.
Kynnarnir í Eurovision útsendingu norska sjónvarpsins í gærkvöldi. Reuters

Medietilsynet, norska stofnunin, sem hefur eftirlit með fjölmiðlum þar í landi, telur að norska ríkisútvarpið NRK hafi brotið reglur um kostun með því að sýna vörumerki símafélagsins Telenor ítrekað í beinni útsendingu frá undanúrslitum Eurovision söngvakeppninnar í gærkvöldi.

Fram kemur á vef NRK að Telenor-merkið hafi sést með áberandi hætti  í tíu skipti þegar verið var að tilkynna hvaða 10 lönd kæmust áfram í úrslitin á laugardag. 

Hefur Medietilsynet sent NRK bréf þar sem norska útvarpið er að beðið um að sjá til þess að þetta endurtaki sig ekki í síðari undanúrslitaþættinum á morgun og í úrslitunum á laugardag. 

Samkvæmt norskum útvarpslögum má aðeins kynna kostunaraðila fyrir og eftir útsendingu en ekki á meðan á útsendingu stendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir