Didrik Solli-Tangen, fulltrúi Noregs í Eurovison söngvakeppninni, leitaði m.a. ráða hjá norsku söngkonunni Noru Brockstedt, sem var fyrsti fulltrúi Norðmanna í evrópsku söngvakeppninni árið 1960. Hægt er að skoða myndskeið af samræðum þeirra á vef norska ríkisútvarpsins.
Nora Brocksted, sem er 87 ára gömul, söng á íslensku inn á plötu ásamt söngflokknum Monn Keys, árið 1955 og eru lög á borð við Svo ung og blíð enn leikin í íslensku útvarpi. Hún keppti tvisvar fyrir hönd Noregs í Eurovison, árin 1960 og 1961.
Umfjöllun norska ríkisútvarpsins