Fegurðardrottning á glæpabraut

Lögregla í Argentínu hefur handtekið kólumbíska fegurðardrottningu, sem grunuð er um að hafa stýrt glæpahópi kvenna sem sérhæfðu sig í fíkniefnasmygli.

Stúlkan, sem heitir Angie Sanclemente Valencia, dvaldi á gistiheimili í Buenos Aires þegar hún var handtekin. Grunur leikur á, að hún hafi safnað í kringum sig hópi ungra og fallegra kvenna, sem smygluðu kókaíni til Evrópu.

Lýst var eftir Valencia en hún neitaði að gefa sig fram, að sögn af ótta við að henni yrði misþyrmt í fangelsi. Hefur lögregla í ýmsum löndum leitað stúlkunnar þar til hún fannst í gær.

Yaneth Valencia, móðir stúlkunnar, segir að hún sé fórnarlamb samsæris en lögreglan segir engan vafa leika á að Angie sé sek. 

Angie Sanclemente Valencia eftir handtökuna í gærkvöldi.
Angie Sanclemente Valencia eftir handtökuna í gærkvöldi. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir