Ólafur F. handleggsbrotnaði í slagsmálum við vin sinn

Ólafur F. Magnússon
Ólafur F. Magnússon hag / Haraldur Guðjónsson

Í Monitor, sem kom út í morgun, svara oddvitarnir í Reykjavík því hvort þeir hafi einhvern tímann lent í slagsmálum. Flestir eiga þeir sameiginlegt að hafa lent í einhverjum líkamlegum átökum á sínum yngri árum. Dagur B. Eggertsson var laminn fyrsta daginn sinn í Árbæjarskóla, Sóley Tómasdóttir slóst við systur sínar og Ólafur F. Magnússon handleggsbrotnaði í slagsmálum við góðan vin sinn.

Hér að neðan má sjá svör borgarstjóraefnanna við spurningunni: Hefur þú lent í slagsmálum?

Einar Skúlason, Framsóknarflokkurinn
„Ekkert meira en bara pústrar. Ég hef lent verst í því þegar ég hef verið að stilla til friðar. Ég meiddist einu sinni töluvert í Þórsmörk þegar ég ætlaði að stoppa menn af.“

Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
„Nei.“

Baldvin Jónsson, Reykjavíkurframboð
„Já, margoft hér áður fyrr.“

Helga Þórðardóttir, Frjálslyndi flokkurinn
„Ég er búin að vera atvinnumótmælandi síðan hrunið varð, þannig að það er einna helst þegar manni hefur verið ýtt til á Austurvelli.“

Ólafur F. Magnússon, Framboð um heiðarleika
„Þau slagsmál sem eru mér minnisstæðust voru við góðan vin minn, en mér var hegnt rækilega fyrir því ég handleggsbrotnaði.“

Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin
„Já, ég var laminn fyrsta daginn í Árbæjarskóla.“

Sóley Tómasdóttir, Vinstri græn
„Já, sennilega helst við systur mínar í æsku.“

Jón Gnarr, Besti flokkurinn
„Ég hef verið sleginn en aldrei slegið til baka.“

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson hag / Haraldur Guðjónsson
Sóley Tómasdóttir
Sóley Tómasdóttir hag / Haraldur Guðjónsson
Helga Þórðardóttir
Helga Þórðardóttir hag / Haraldur Guðjónsson
Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson hag / Haraldur Guðjónsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir hag / Haraldur Guðjónsson
Jón Gnarr
Jón Gnarr hag / Haraldur Guðjónsson
Einar Skúlason
Einar Skúlason hag / Haraldur Guðjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir