Dennis Hopper látinn

Dennis Hopper.
Dennis Hopper. MARIO ANZUONI

Bandaríski leikarinn Dennis Hopper lést í dag, að sögn bandarískra fjölmiðla. Hopper glímdi við krabbamein í blöðruhálskirtli sem á endanum dró hann til dauða. Hopper var 74 ára.

Hopper er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Easy Rider og Apocalypse Now. Í kjölfar þess að hann skaust upp á stjörnuhimininn tók hann virkan þátt í öfgafullu skemmtanamunstri sem einkenndist af mikilli drykkju áfengis og enn meiri neyslu alls kyns vímugjafa. 

Krabbameinið uppgötvaðist í október sl. og hefur Hopper verið í meðferð síðan. Hann sofnaði svefninum langa kl. 8.15 að morgni, að staðartíma, á heimili sínu í Kaliforníu. Fjölskylda hans og vinir voru Hopper við hlið síðustu andartökin.

Dennis Hopper og Jack Nicholson.
Dennis Hopper og Jack Nicholson. MARIO ANZUONI
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir