Íslenski sönghópurinn stígur á svið í Evróvisjónkeppninni um kl. 20.10 að íslenskum tíma. Keppnin hófst klukkan 19 og hóf Aserbaídsjan söng. Söngatriðin eru 25 og úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan 22 í kvöld, eða rétt áður en fyrstu tölur í sveitarstjórnakosningum verða lesnar upp.
Átta lönd, þar á meðal Ísland, eru talin geta sigrað í Eurovision söngvakeppninni í Ósló í kvöld ef marka má skoðanakönnun vefjarins esctoday.com. Yfir 100 þúsund manns hafa tekið þátt í könnuninni en hún stendur enn yfir.
Löndin átta,
sem samkvæmt þessu munu berjast um sigur, eru Armenía, Aserbaijan,
Belgía, Danmörk, Írland, Ísland, Tyrkland og Þýskaland. Armenía fékk
flest atkvæði framan af en á síðari stigum hefur atkvæðunum fjölgað hjá
Íslandi, Danmörku, Írlandi og Kýpur svo eitthvað sé nefnt.