Svona er þetta bara

Hera Björk á sviðinu í kvöld.
Hera Björk á sviðinu í kvöld. Reuters

Hera Björk er nú á leiðinni heim á hótel eftir að hafa lent í 19. sæti í Evróvisjón í Osló. Íslenska laginu, Je Ne Sais Quoi, var spáð talsvert betri árangri og sjálf hafði Hera sett stefnuna á fyrsta sætið.

„Þetta var úr okkar höndum strax eftir undanúrslitin. Við stóðum okkur eins og hetjur, gerðum allt sem við þurftum að gera og áttum okkar besta rennsli. Svona er þetta bara," segir söngkonan um úrslitin.

Hún segir niðurstöðuna ekkert endilega hafa komið þeim mikið á óvart.

„Nei, nei. Við náttúrulega stefndum á toppin og vorum í gír fyrir það. En við erum alveg í góðum gír með þetta líka. Okkur langaði auðvitað í toppsæti en þetta er allt í lagi."

„Það er voða erfitt að segja til um hvað er að gerast þarna, hvort þetta er pólitík eða hvort við höfum verið að ofmeta þetta. En þetta er engu að síður búið að vera rosalega gaman og við áttum salinn. Það varð allt vitlaust þegar við mættum á svæðið og ég er búin að hitta og heyra í fólki sem er alveg miður sín yfir þessu. En það þýðir ekkert. Við bara höldum hökunni hátt og brosum áfram. Þetta er bara Eurovision."

Íslenski hópurinn kemur heim á morgun og að sögn Heru verður sennilega lítið um djamm í kvöld, en hópurinn er búinn að vera stanslaust að í meira en tvær vikur.

„Nú ætla ég bara að fara að knúsa fólkið mitt, þau bíða spennt eftir mér á hótelinu; foreldrar mínir, dóttir mín, maðurinn minn, systkini og vinir. Þau eru búin að þurfa að þola mig í gegnum súrt og sætt síðastliðna mánuði og hafa varla séð framan í mig. Þannig að þau eiga mig næstu klukkutímana. Svo er nú klukkan orðin margt þannig að ætli maður fari ekki bara að halla sér. Djammar bara á þjóðhátíð," segir söngkonan og hlær, „það er nógur tími til að djamma heima. Og svo er það ódýrara."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar