Vilja banna Tinna í Kongó

Bókakápa Tinna í Kongó
Bókakápa Tinna í Kongó

Lögfræðingar útgefanda bóka um Tinna líkja lögbannsbeiðni á bókina Tinni í Kongó við bókabrennur. Hefur maður frá Kongó sem býr í Brussel farið fram á að lögbann verði sett á teiknimyndasöguna vegna kynþáttafordóma sem komi fram gagnvart Afríkubúum í bókinni um fréttamanninn knáa í Kongó.

Alain Berenboom, lögfræðingur Moulinsart, útgefanda verka Hergé, segist ekki geta sætt sig við kynþáttafordóma ekkert frekar en hann sætti sig við bókabrennur. Að banna bækur jafngildi því að brenna þær. Þetta kom fram í máli lögmannsins fyrir rétti í Brussel í dag þar sem fjallað var um lögbannskröfuna.

Berenboom segir að frá því fjölmiðlafrelsi varð að veruleika í Belgíu árið 1831 sé afar sjaldgæft að bækur séu bannaðar í landinu.  Berenboom er fyrrum yfirmaður mannréttindasamtaka í Belgíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup