Kennir eigin heimsku og skuldum um

Sarah Ferguson, hertogaynja af Jórvík, sagði í viðtali við Oprah Winfrey, sem verður sýnt í kvöld, að hún hafi látið stjórnast af sjálfshatri, sívaxandi skuldum og eigin heimsku þegar hún gekk í gildru blaðamanns og reyndi að selja honum aðgang að viðskiptaáhrifum Andrew Bretaprins, fyrrum eiginmanns hennar. Þá sagðist Ferguson einnig hafa verið undir áhrifum áfengis.  

Breska blaðið News of the World birti fyrir rúmri viku myndskeið þar sem Ferguson bauð blaðamanninum, sem þóttist vera kaupsýslumaður, aðgang að Andrew fyrir hálfa milljón punda.  

Ferguson var í Bandaríkjunum í síðustu viku og þá var viðtalið við Winfrey m.a. tekið upp. Hluti af því birtist á vef tímaritsins People og þar segist Ferguson hafa verið „í ræsinu" þegar hún gekk í gildru blaðamannsins.  

„Ég geri mér grein fyrir því, að ég hafði verið að drekka, og  var ekki alveg með sjálfri mér."

Frétt People

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup