Engir ráðamenn í hlutverki á Grímunni

Leiklistarverðlaunin Gríman verða afhent síðar í júní.
Leiklistarverðlaunin Gríman verða afhent síðar í júní. mbl.is/Kristinn

Sviðslista­fólk mun sjálft af­henda til­nefn­ing­ar til Grímu­verðlaun­anna, ís­lensku leik­list­ar­verðlaun­anna, sem kynnt­ar verða á morg­un og einnig verðlaun­in, sem af­hent verða 16. júní. Eng­ir ráðamenn þjóðar­inn­ar eða fólk utan list­grein­ar­inn­ar sjálfr­ar verða í hlut­verki á Grím­unni.

Í orðsend­ingu, sem stjórn Leik­list­ar­sam­bands­ins hef­ur sent til fé­lags­manna, seg­ir að ákvörðun um þetta hafi verið tek­in af stjórn Leik­list­ar­sam­bands Íslands í apríl að und­an­geng­inni umræðu um hlut­verk og til­gang verðlaun­anna í full­trúaráði sam­bands­ins.

Þegar Grím­an var fyrst veitt árið 2003 var ákveðið að leita til for­seta­embætt­is­ins um að þjóðhöfðingi á hverj­um tíma yrði vernd­ari verðlaun­anna. Hef­ur Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, síðan jafn­an til­kynnt hverj­ir eru til­efnd­ir til verðlaun­anna og einnig veitt heiður­sverðlaun Grím­unn­ar á verðlauna­hátíðinni.

Jón Atli Jónas­son, leik­skáld, lýsti því yfir í vik­unni að hann neitaði að taka við til­nefn­ing­um til Grím­unn­ar Seg­ir hann ástæðuna fel­ast í því að hann neiti að viður­kenna nú­ver­andi vernd­ara Grím­unn­ar, Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell