Tónlistarkonan Lady Gaga hefur enn einu sinni hneykslað fólk. Nú með því að bjóða upp á blóðugt tónlistaratriði á tónleikum á miðvikudagskvöldið. Sama dag og fjöldamorðin voru framin í Cumbriu í Bretlandi. Þótti þetta tiltæki Gaga afar óviðeigandi enda ríkir sorg meðal Breta vegna morðanna.
Lady Gaga endurtók atriði sitt frá MTV hátíðinni í fyrra þar sem hún þóttist hafa orðið fyrir skelfilegri árás af hálfu karldansara. Endar atriðið með því að hún fellur í gólfið alblóðug. Ekki þarf að taka fram að um gerviblóð er að ræða.
Reitti hún marga áhorfendur til reiði á miðvikudagskvöldið og töldu ýmsir að söngkonan væri endanlega gengin af göflunum.