Whitney Houston gekk fram af Dönum

Whitney Houston nýlega á tónleikum.
Whitney Houston nýlega á tónleikum. Reuters

Ekki er hægt að segja, að bandaríska söngstjarnan Whitney Houston hafi slegið í gegn þegar hún hélt tónleika Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Ekki var langt liðið á tónleikana þegar gestir fóru að tínast úr salnum og gagnrýnandi Berlingske Tidende gefur tónleikanum 0 stjörnur.

Fréttavefur blaðsins B.T. hafði eftir tónleikagesti, að Houston hefði átt erfitt með að halda lagi. Fréttamaður blaðsins sagði, að til að byrja með hefði Houston virst vera utan við sig og tekið löng hlé milli laga.  

Gagnrýnandi Berlingske sagði að Whitney hefði litið afar illa út, svitnað og verið móð. Þá hefði hún hætt að syngja í einu laginu og byrjað að halda langa tölu um Michael Jackson. Þá var áheyrendum nóg boðið og sumir byrjuðu að púa. 

Gegnrýni Berlingske Tidende

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup