Allt það besta komið frá Dönum

Jón Gnarr hatar ekki Dani.
Jón Gnarr hatar ekki Dani. Golli

Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri í Reykjavík, kannast ekki við að hafa nokkurn tímann hatað Dani. Danska dagblaðið Extrabladet tók upp í frétt sinni gamlan brandara úr uppistandssýningu Jóns, Einu sinni var ég nörd, sem var á fjölunum fyrir rúmum áratug síðan og sló því upp að nýi borgarstjórinn í Reykjavík væri þekktur fyrir Danahatur sitt.

„Ég hef aldrei hatað nokkurn mann," segir Jón. Hann hafi ekki einu sinni sagst hata Dani í þessum brandara. Brandarinn hafi gengið út á að Danir væru sífellt að gefa sig út fyrir að vera svo afslappaðir, eða „ligeglad" eins og það heitir upp á dönsku, en væru alls ekki jafn ligeglaðir og af væri látið.

„Einhvern veginn minnir mig að „punchline-ið" hafi verið að þeir væru bara Svíar í sandölum," segir Jón. „Eins og ég hef sagt og tekið undir með Halldóri Laxness í því, þá hefur flest gott, sem hefur komið hingað til lands, komið frá Danmörku," segir Jón.

„Svo treysti ég fólki nú líka alveg til þess að gera upp á milli þess sem er grín og þess sem er alvara," bætir hann við og hefur litlar áhyggjur af þessu.

Spurður hvort hann óttist að gamlir grínþættir, leiksýningar og brandarar muni elta hann á röndum alla hans borgarstjóratíð hlær hann bara og segist alls ekki kvíða því. „Það var nú mikil umræða um það þegar ég gerði auglýsinguna Síðasta kvöldmáltíðin. Það getur vel verið að það skjóti upp kollinum. En ég kvíði því ekkert," segir hinn nýbakaði stjórnmálaforingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar