Annað Svanaævintýri?

Svanakjóllinn frægi sem Björk mætti á í Óskarinn 2001.
Svanakjóllinn frægi sem Björk mætti á í Óskarinn 2001. Reuters

Svo virðist sem gulllitaður kjóll frá Givenchy, sem Björk var í á dögunum við listsýningu í New York, hafi farið fyrir brjóstið á tískusérfræðingi Yahoo vefsíðunnar omg.yahoo.com. Er mynd af Björk birt þar ásamt nokkrum öðrum frægum einstaklingum; leikurum og tónlistarmönnum. Fyrirsögn greinarinnar er: Hvað voru þau að hugsa?

Við myndina af Björk er skrifað að þetta sé líklega hennar versti tískufatnaður, sem hún hefur klæðst opinberlega, frá því við afhendingu Óskarsverðlaunanna árið 2001, er hún birtist í svaninum fræga. Einnig er á myndinni á vef Yahoo vakin athygli á skónum sem Björk var í.

Við myndina af Björk hafa bloggarar ritað hátt í 500 athugasemdir þannig að sitt sýnist hverjum um klæðaburð íslensku söngkonunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup