Tónlistarhátíðin Rokk í Rio fer nú fram í Madrid á Spáni. Miley Cyrus steig á svið í efnislitlum fötum eða eins konar sundbol og söng dúett með spænska popp söngvaranum David Bisbal í gærdag.
Fjölmargir heimsþekktir tónlistarmenn á borð við Rihanna, Metallica og Elton John koma fram á Rokk í Ríó en hátíðin hefur verið haldin í fjölda mörg ár í Brasilíu, Portúgal og á Spáni.