Langar að verða feitasta kona í heimi

Donna Simpson, 42 ára gömul kona frá New Jersey, á sér draum um að verða feitasta kona í heimi. Donna vegur nú 272 kíló en stefnir að því að verða 455 kíló og viðurkennir að löngun sín í athygli sé sterkari en löngunin í mat.

Donna hefur sett á stofn heimasíðu þar sem hún birtir myndbrot af sjálfri sér að háma í sig óhollan mat. Hún er sólgin í athygli og hefur birst víða í fjölmiðlum.

Talskona Guinness World Records segir að Donna hafi lagt inn beiðni þess efnis að hún hljóti titilinn ´þyngsta kona sem fætt hefur barn´, en beiðnina eiga þau eftir að afgreiða.

Donna Simpson hefur fundið sér lífsförunaut sem kann að meta stærð hennar. Þau stefna að giftingu á Hawaii á þessu ári en flugfélagið segir hún hafa verið afar hjálpsamt vegna þarfa hennar sökum stærðar.

Donna eyðir um 750 Bandaríkjadollurum vikulega í matvöru, hefur greinst með sykursýki og á erfitt með einfalda hluti svo sem að elda eða baða sig.

Donna Simpson á heimili sínu
Donna Simpson á heimili sínu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar