Jennifer Aniston borðaði sama hádegismatinn í 10 ár

Courtney Cox og Jennifer Aniston eru góðar vinkonur.
Courtney Cox og Jennifer Aniston eru góðar vinkonur. AP

Courtney Cox sagði í viðtali við breskt tímarit að Friends systurnar Lisa Kudrow, Jennifer Aniston og hún sjálf hafi borðað sama hádegismatinn í 10 ár við upptökur á Friends, svokallað Cobb salat.

“Það var þó raunverulega ekki Cobb salat því Jennifer bætti ýmsu við svo sem beikoni, baunum og kalkún. Hún er einstaklega góður kokkur enda borðuðum við þetta góða salat daglega í 10 ár.” sagði Cortney.

Courtney Cox og Jennifer Aniston eru miklar vinkonur enn í dag en segir hún Jennifer hafa frábæra hugmynd að kvikmynd sem myndi sameina leikarahópinn úr sjónvarpsþáttunum Friends. Courtney segist þó ekki leyfa sér að vona að kvikmyndin verði að veruleika, margir hlutir þurfi að smella svo hugmyndin gangi upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir