Vissu ekki allir að Zidane væri geðbilaður

Zidane skallaði Materazzi í bringuna í úrslitaleiknum á HM 2006 …
Zidane skallaði Materazzi í bringuna í úrslitaleiknum á HM 2006 og fékk rauða spjaldið. Eftirminnilegasta atvik HM segja Ragnar Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir.

„Það vita allir að þetta er besti knattspyrnumaður allra tíma, en það vissu ekki allir að hann væri svona geðbilaður,“ segir landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson um atvikið þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í úrslitaleik HM 2006.

Monitor leitaði til nokkurra þekktra andlita úr boltanum og fékk að heyra eftirminnilegustu atvik þeirra frá HM, sem hefst á morgun. Svörin má sjá hér að neðan og myndband frá atvikinu þegar Zidane skallaði Materazzi.

Ragnar Sigurðsson, leikmaður IFK Gautaborg og íslenska landsliðsins
„Skallinn hjá Zidane. Fyrir mér var þetta fullkominn endir á ferlinum hans. Það vita allir að þetta er besti knattspyrnumaður allra tíma en það vissu ekki allir að hann væri svona geðbilaður. Hefði reyndar verið flottara að vinna leikinn, en það skipti ekki svo miklu máli fyrir mig.“

Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins
„Ætli það sé ekki þegar Maradona skoraði með hendinni. Svo var líka eftirminnilegt þegar Roberto Baggio skaut yfir í vítakeppninni í úrslitum HM 1994. Ég hélt mikið með Ítölum þá og grét mig í svefn eftir leikinn.“

Ingólfur Þórarinsson, leikmaður Selfoss og söngvari Veðurguðanna
„Ég var mjög spenntur fyrir HM þegar Svíunum gekk svo vel árið 1994. Ég man sérstaklega eftir því þegar Tomas Brolin skoraði eftir aukaspyrnu í leiknum um þriðja sætið, þegar hann fékk sendingu framhjá varnarveggnum.“

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins
„HM 2006 var eiginlega fyrsta Heimsmeistaramótið sem ég horfði á af einhverri alvöru. Þá var náttúrulega eftirminnilegasta atvikið þegar Zidane skallaði Materazzi.“

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson
Dóra María Lárusdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Ingólfur Þórarinsson
Ingólfur Þórarinsson
Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir