Um þrjátíu þúsund gestir voru í Orlando leikvanginum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gærkvöldi við setningu HM í knattspyrnu. Meðal annars kom hljómsveitin Black Eyed Peas fram á tónleikum sem haldnir voru á leikvanginum. Meðal gesta voru forseti Suður-Afríku Jacob Zuma og forseti FIFA, Sepp Blatter.
Skemmtuninni lauk með flugeldasýningu en fyrsti leikurinn á HM hefst klukkan 14 að íslenskum tíma í dag og mæta gestgjafarnir liði Mexíkó í þeim leik.