Árni Tryggvason heiðraður

Árni Tryggvason leikari
Árni Tryggvason leikari mbl.is/Rax

Leikarinn Árni Tryggvason hlaut í kvöld heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar. Verðlaunin voru afhent á Grímuverðlaunahátíðinni í Þjóðleikhúsinu. Íslandsklukkan hlaut fjögur Grímuverðlaun og leiksýningin Fjölskyldan - ágúst í Osage-sýslu einnig.
 

Sýning ársins

Leiksýningin Jesús litli eftir Benedikt Erlingsson, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geirharðsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Snorra Frey Hilmarsson í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Leikstjórn annaðist Benedikt Erlingsson

Leikskáld ársins

Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson fyrir leikverkið Jesús litli í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Leikstjóri ársins

Hilmir Snær Guðnason fyrir leikstjórn í leiksýningunni Fjölskyldunni - ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Leikari ársins í aðalhlutverki

Ingvar E. Sigurðsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Leikkona ársins í aðalhlutverki

Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjölskyldunni - ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Leikari ársins í aukahlutaverki

Björn Thors fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Leikkona ársins í aukahlutverki

Kristbjörg Kjeld fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hænuungunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Leikmynd ársins

Börkur Jónsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Fjölskyldunni - ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Búningar ársins

Helga Björnsson fyrir búninga í leiksýningunniÍslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Lýsing ársins

Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Fjölskyldunni - ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Tónlist ársins

Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson fyrir tónlist í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Hljóðmynd ársins

Walid Breidi fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins.

Söngvari ársins

Ágúst Ólafsson fyrir hlutverk sitt í óperunni Ástardrykknum í sviðssetningu Íslensku óperunnar.

Dansari ársins

Steinunn Ketilsdóttir fyrir hlutverk sitt í danssýningunniSuperhero í sviðssetningu Reykjavik Dance Festival og Steinunn and Brian.

Danshöfundur ársins

Steinunn Ketilsdóttir fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavik Dance Festival og Steinunn and Brian.

Barnasýning ársins

Leiksýningin Horn á höfði eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson í sviðssetningu GRALS - Grindvíska atvinnuleikhússins. Leikstjórn annaðist Bergur Þór Ingólfsson.

Útvarpsleikverk ársins

Útvarpsleikritið Einfarar eftir Hrafnhildi Hagalín. Hljóðsetning Einar Sigurðsson. Leikstjórn annaðist Hrafnhildur Hagalín.

Rúnar Freyr Gíslason var kynnir á Grímuverðlaunahátíðinni í kvöld
Rúnar Freyr Gíslason var kynnir á Grímuverðlaunahátíðinni í kvöld mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hugleikur var meðal þeirra fjölmörgu sem komu fram á hátíðinni
Hugleikur var meðal þeirra fjölmörgu sem komu fram á hátíðinni mbl.is/Eggert Jóhannesson
Tinna Gunnlaugsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason
Tinna Gunnlaugsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason
Leiksýningin Horn á höfði eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund …
Leiksýningin Horn á höfði eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson í sviðssetningu GRALS - Grindvíska atvinnuleikhússins var valin barnasýning ársins mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup