Árni Tryggvason heiðraður

Árni Tryggvason leikari
Árni Tryggvason leikari mbl.is/Rax

Leikarinn Árni Tryggvason hlaut í kvöld heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar. Verðlaunin voru afhent á Grímuverðlaunahátíðinni í Þjóðleikhúsinu. Íslandsklukkan hlaut fjögur Grímuverðlaun og leiksýningin Fjölskyldan - ágúst í Osage-sýslu einnig.
 

Sýning ársins

Leiksýningin Jesús litli eftir Benedikt Erlingsson, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geirharðsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Snorra Frey Hilmarsson í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Leikstjórn annaðist Benedikt Erlingsson

Leikskáld ársins

Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson fyrir leikverkið Jesús litli í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Leikstjóri ársins

Hilmir Snær Guðnason fyrir leikstjórn í leiksýningunni Fjölskyldunni - ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Leikari ársins í aðalhlutverki

Ingvar E. Sigurðsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Leikkona ársins í aðalhlutverki

Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjölskyldunni - ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Leikari ársins í aukahlutaverki

Björn Thors fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Leikkona ársins í aukahlutverki

Kristbjörg Kjeld fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hænuungunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Leikmynd ársins

Börkur Jónsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Fjölskyldunni - ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Búningar ársins

Helga Björnsson fyrir búninga í leiksýningunniÍslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Lýsing ársins

Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Fjölskyldunni - ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Tónlist ársins

Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson fyrir tónlist í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Hljóðmynd ársins

Walid Breidi fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins.

Söngvari ársins

Ágúst Ólafsson fyrir hlutverk sitt í óperunni Ástardrykknum í sviðssetningu Íslensku óperunnar.

Dansari ársins

Steinunn Ketilsdóttir fyrir hlutverk sitt í danssýningunniSuperhero í sviðssetningu Reykjavik Dance Festival og Steinunn and Brian.

Danshöfundur ársins

Steinunn Ketilsdóttir fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavik Dance Festival og Steinunn and Brian.

Barnasýning ársins

Leiksýningin Horn á höfði eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson í sviðssetningu GRALS - Grindvíska atvinnuleikhússins. Leikstjórn annaðist Bergur Þór Ingólfsson.

Útvarpsleikverk ársins

Útvarpsleikritið Einfarar eftir Hrafnhildi Hagalín. Hljóðsetning Einar Sigurðsson. Leikstjórn annaðist Hrafnhildur Hagalín.

Rúnar Freyr Gíslason var kynnir á Grímuverðlaunahátíðinni í kvöld
Rúnar Freyr Gíslason var kynnir á Grímuverðlaunahátíðinni í kvöld mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hugleikur var meðal þeirra fjölmörgu sem komu fram á hátíðinni
Hugleikur var meðal þeirra fjölmörgu sem komu fram á hátíðinni mbl.is/Eggert Jóhannesson
Tinna Gunnlaugsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason
Tinna Gunnlaugsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason
Leiksýningin Horn á höfði eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund …
Leiksýningin Horn á höfði eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson í sviðssetningu GRALS - Grindvíska atvinnuleikhússins var valin barnasýning ársins mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Uppfærðu óskalistann, þú ert vaxinn upp úr því sem þú hélst að þig langaði í. Nálgastu þá sem þig langar til að læra af, jafnvel þótt það kosti peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Uppfærðu óskalistann, þú ert vaxinn upp úr því sem þú hélst að þig langaði í. Nálgastu þá sem þig langar til að læra af, jafnvel þótt það kosti peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson