Hátt í 8 milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með yngismeyni Ali gera upp á milli vonbiðla í stefnumótaþættinum Bachelorette sem tekin var upp á Íslandi. Sérstaklega var auglýst fyrir þáttinn að von væri á beru karlmannsholdi í Bláa lóninu.
Ljóst er að þátturinn er mikil landkynning en karlarnir sem ganga með grasið í skónum á eftir Ali eltu hana því næst til Istanbúl, stórborgarinnar í Tyrklandi.
Áhorf á þáttinn var annars sem hér segir en að neðan er það borið saman við áhorf á þá þætti sem næst mest var horft á milli kl. 20.00 og 21.00.
ABC: „The Bachelorette“ (7,9 milljónir áhorfenda)
FOX: „Lie to Me“ (5,9 milljónir)
CBS: „How I Met Your Mother“ endursýning (4.8 milljónir)/„Rules of Engagement“ endursýning (5,8 milljónir)
NBC: „Last Comic Standing“ endursýning (3,0 milljónir)
The CW: „90210“ endursýning (947.000)