Fjórir milljarðar fyrir Manet

Myndin var máluð á milli 1878 og 1879.
Myndin var máluð á milli 1878 og 1879. Reuters

Málverk eftir franska listamanninn Edouard Manet var slegið á rúmar 22 milljónir punda (um fjóra milljarða kr.) á uppboði í London. Aldrei hefur jafn há upphæð verið greidd fyrir verk eftir Manet. Gamla metið var sett í New York árið 1989, eða þrír milljarðar kr.

Verkið, sem kallast Manet A La Palette, sýnir sjálfan listamanninn með pípuhatt og með pensil í hönd. Þetta kemur fram á vef breska útvarpsins.

Myndin var máluð á milli 1878 og 1879. Uppboðshúsið Sotheby's segir að þetta sé aðeins önnur af tveimur sjálfsmyndum eftir listamanninn. Þetta sé á meðal stórverka impressjónista.

Meðal annarra verka sem voru seld á uppboðinu var listaverkið Arbres a Colliuoure eftir franska listamanninn Andre Derain. Það fór á 16 milljónir punda. Verkið Odalisques Jouant Aux Dames eftir Henri Matisse var selt á tæpar 12 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan