Fjórir milljarðar fyrir Manet

Myndin var máluð á milli 1878 og 1879.
Myndin var máluð á milli 1878 og 1879. Reuters

Mál­verk eft­ir franska lista­mann­inn Edou­ard Manet var slegið á rúm­ar 22 millj­ón­ir punda (um fjóra millj­arða kr.) á upp­boði í London. Aldrei hef­ur jafn há upp­hæð verið greidd fyr­ir verk eft­ir Manet. Gamla metið var sett í New York árið 1989, eða þrír millj­arðar kr.

Verkið, sem kall­ast Manet A La Palette, sýn­ir sjálf­an lista­mann­inn með pípu­hatt og með pensil í hönd. Þetta kem­ur fram á vef breska út­varps­ins.

Mynd­in var máluð á milli 1878 og 1879. Upp­boðshúsið Sot­heby's seg­ir að þetta sé aðeins önn­ur af tveim­ur sjálfs­mynd­um eft­ir lista­mann­inn. Þetta sé á meðal stór­verka impressjón­ista.

Meðal annarra verka sem voru seld á upp­boðinu var lista­verkið Arbres a Colliu­oure eft­ir franska lista­mann­inn Andre Derain. Það fór á 16 millj­ón­ir punda. Verkið Odal­isqu­es Jou­ant Aux Dames eft­ir Henri Mat­is­se var selt á tæp­ar 12 millj­ón­ir punda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Vertu vakandi fyrir þörfum þeirra sem eru í kringum þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Vertu vakandi fyrir þörfum þeirra sem eru í kringum þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant