Lady Gaga hræðist börn

Lady Gaga
Lady Gaga SUZANNE PLUNKETT

Söngkonan Lady Gaga segir að barneignir séu ekki á döfinni hjá sér. Margsinnis hefur hún verið mynduð ásamt fyrrverandi kærasta sínum Matthew Williams og syni hans en segir að lítið Gaga barn sé ekki væntanlegt.

„Ég er dauðhrædd við börn. Ég tel að sköpunargleði kvenna breytist eftir að þær eignast börn. Ég er alls ekki reiðubúin undir það,“ sagði Lady Gaga í viðtali við tímaritið Rolling Stone.

Lady Gaga hefur í nógu að snúast þessa dagana en hún er að leggja lokahönd á plötu sína og undirbúa tónleikareisu næsta árs. Hún viðurkennir að hún hafi fært miklar fórnir í einkalífi sínu fyrir feril sinn, þar á meðal ástarlíf sitt.

„Kynlíf er ekki forgangsatriði þessa stundina,“ sagði Gaga.

Söngkonan hyggst opinbera titil nýrrar plötu sinnar að miðnætti á gamlárskvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir