Fann eiganda sinn í öðru landi

Kötturinn Karim lagði á sig langt ferðalag til að endurheimta …
Kötturinn Karim lagði á sig langt ferðalag til að endurheimta fjölskylduna sína. Úr myndasafni

Það tók köttinn Karim ekki nema tvö ár að elta uppi fyrrum eigendur sína sem fluttu 3.200 kílómetra í burtu, frá Úsbekistan til Rússlands.

Ravial Hairova taldi að Karim gæti ekki aðlagast á nýjum stað þegar fjölskyldan ákvað að flytja frá Gulistan í Úsbekistan til Liska í Rússlandi. Hún gaf því nágranna sínum köttinn og lét allt uppáhaldsdótið hans fylgja með.

Nokkrum dögum síðar hvarf kötturinn og hafði ekkert frést af honum í tvö ár þegar Ravila var dag einn á gangi í nágrenni heimilis síns og sá kött sem virtist sitja og bíða hennar.

„Þegar ég kom nær þekkti ég þarna Karim aftur, horaðan og illa á sig kominn, en þetta var greinilega kötturinn minn.“

Eiginmaður Ravilu, Lev Kondratyev segir að kötturinn líti út fyrir að hafa notað öll níu lífin sín til að komast til fjölskyldunnar en þetta sé alveg örugglega Karim. 

„Það eru sérstök ör á honum, þ.m.t. á skottinu frá því það klemmdist milli stafs og hurðar og af því er alveg ljóst að þetta er hann Karim okkar, og hann þekkir okkur líka.“

„Karim er mjög hamingjusamur núna, eins og við. Ég hef ekki hugmynd um hvernig hann fann okkur en er afskaplega glöð yfir því að honum skyldi takast það,“ segir Ravila ánægð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar