Sannkallað hinsegin stjörnuregn í Fríkirkjunni

Fríkirkjan í Reykjavík
Fríkirkjan í Reykjavík mbl.is/Júlíus Sigurjónsson,

Í tilefni nýju hjúskaparlaganna munu Samtökin '78 halda Regnbogahátíð með guðsþjónustu í Fríkirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 20. Fjöldi tónlistarmanna mun stíga á svið, en það er séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar, sem leiðir samverustundina.

„Það er ærin ástæða til þess að halda hátíð. Lagalega séð þá sitja samkynhneigðir við nákvæmlega sama borð og gagnkynhneigðir í einu og öllu. Síðasta vígið er fallið,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er að vonum ánægður með áfangann. Hann bætir við að Hjörtur Magni hafi sem prestur staðið sem klettur í réttindabaráttu samkynhneigðra alla tíð, sem og Bjarni Karlsson og eiginkona hans, Jóna Hrönn Bolladóttir. „Svo má ekki gleyma þessum 80 til 90 prestum sem gáfu grænt ljós á löggjöfina til að byrja með á prestaþinginu. Samtökin '78 eru búin að bjóða þeim öllum á sunnudaginn.“

Þeir tónlistarmenn sem koma fram eru Páll Óskar, Hörður Torfa, Sigga Beinteins, Bergþór Pálsson, Lay Low, Maríus Hermann Sverrisson, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Andrea Gylfadóttir, Agnar Már Magnússon píanóleikari og Fríkirkjukórinn undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar