Ásdís Rán á forsíðu Playboy í júlí

Ásdís Rán er mikil kynbomba
Ásdís Rán er mikil kynbomba

Íslenska fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu karlatímaritsins Playboy í júlímánuði. Ísdrottningin hefur gert það gott í Búlgaríu en segir verkefnið það stærsta hingað til og býst við að fá fleiri verkefni í kjölfarið. Nektarmyndatakan fer fram í næstu viku á Grikklandi og verða seld um 1000 eintök á Íslandi.

„Ég verð að viðurkenna að þetta snýst auðvitað um peninga en þess fyrir utan finnst mér þetta bara töff, tilboðið var gott og myndirnar verða falleg soft nekt, ekkert dónalegt eða til að skammast sín fyrir. Þegar um er að ræða stjörnur sem sitja fyrir á forsíðu Playboy eins og í mínu tilviki þá eru háar fjárhæðir í boði en svo eru óþekktar stelpur sem gera þetta fyrir sama sem ekki neitt," segir Ásdís Rán. 

„Ég geri alveg ráð fyrir því að margar húsmæður á Íslandi fussi yfir mér núna en þetta er mín vinna og það geta því miður ekki allir verið eins.
Ég hef alltaf verið svolítið óörugg með mig nakin eftir barnseignir svo þetta er viss áfangi fyrir mig bara að þora þessu en ég ákvað að vera bara stolt af því sem ég hef, það þarf ekki endilega að vera eitthvað betra eða fallegra að vera 20 ára og barnslaus."

Aðspurð segist hún þegar hafa heimsótt Playboy-setrið í Los Angeles en þó ekki enn hitt Hugh Hefner. „Mér stendur til boða að heimsækja hann seinna þegar ég fer þangað, hann er alltaf með sunnudags bíó fyrir nánustu vini hverja helgi og er ég með opið boð þangað ef ég heimsæki LA."

„Þetta er voða lítill tími sem ég fæ til að undirbúa mig ekki nema 2 vikur í allt svo það er ekki mikið hægt að gera en samt geri ég það sem ég get til að móta mig örlítið betur til fyrir stóra daginn", sagði Ásdís um undirbúning fyrir myndatökuna.

„Núna æfi ég 6 sinnum í viku og lifi að mestu á próteini og vatni: 3 kjúklingabringum, 3 tómötum, 3 eggjahvítum og 2 kartöflum á dag ásamt próteindrykk. Þetta er ekkert alslæmt, verst á kvöldin en ég bæti svo inn hvítvínsglasi annað slagið þá er ég fín."

Forsala er hafin á blaðinu vefsíðu Eymundsson. „Seljist nægilega mörg blöð kem ég líklega til landsins og árita," segir Ásdís.
Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson í Playboy hófi
Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson í Playboy hófi
Ásdís Rán á forsíðu tímaritsins Max.
Ásdís Rán á forsíðu tímaritsins Max. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan