Söng- og leikkonan Jennifer Hudson, sem missti móður sína, bróður og sjö ára frænda í skotárás í október árið 2008, segist hafa þjáðst af verulegu þunglyndi í kjölfar atburðarins.
„Ég var í áfalli. Það var eins og ég væri ekki ég sjálf. Í næstum tvær vikur fór ég ekki út fyrir hússins dyr og var umkringd fjölskyldu og vinum,“ segir Hudson í viðtali við New Weekly.
Hún segist þakka tæplega ársgömlum syni sínum fyrir að hafa dregið sig upp úr hyldýpinu, því hann hjálpi sér að minnast móður sinnar.