Gleðigöngur víða í Evrópu

Gleðigöngur (gay pride) samkynhneigðra voru haldnar víða í Evrópu í dag. Í Lundúnum er talið að um ein milljón hafi tekið þátt í hátíðinni en gangan þar í borð liðaðist um borgina undir taktföstum slætti tónlistar. Afar hlýtt er í veðri í borginni og var klæðnaðurinn því léttari en oft áður og líflegri.

Var í göngunni fagnað fertugsafmæli samtakanna Gay Liberation Front sem skipulögðu fyrstu gleðigönguna þar í borg. Soho hverfið bókstaflega iðaði af lífi en hverfið er þekktur samkomustaður samkynhneigðra í Lundúnum. 

Jafnréttisráðherra Bretlands, Lynne Featherstone, tók þátt í hátíðinni. Fyrr í vikunni sagði hún að ríkisstjórnin væri að íhuga að breyta lögum á þann veg að jafnrétti yrði komið á varðandi hjónabönd samkynhneigðra og gagnkynhneigðra líkt og lögin sem tóki gildi á Íslandi fyrir viku síðan.

Í Vín í Austurríki tóku um 100 þúsund manns þátt í göngunni en þema hennar í ár var fjölskyldan. Samkynhneigðir í Austurríki berjast fyrir því nú að samkynhneigð pör njóti sömu réttinda í lögum og önnur pör.

Í Madrid á Spáni tóku tugir þúsunda þátt og meðal annars jafnréttisráðherra landsins, Bibiana Aido.

Í Róm á Ítalíu tóku þúsundir þátt og svipað var uppi á teningnum í Helsinki í Finnlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir