Man ekki eftir samtalinu við Lagerfeld

Lily Allen á tónleikum í Borlange í Svíþjóð á föstudag
Lily Allen á tónleikum í Borlange í Svíþjóð á föstudag Reuters

Breska tónlistarkonan Lily Allen átti ekki til orð þegar hún var valin til þess að verða andlit tískuhússins Chanel þar sem hún var drukkin þegar hún spjallaði við yfirmanni þess, Karl Lagerfeld.

Lagerfeld ákvað að ráða hana til þess að vera andlit handtösku línu tískuhússins. Ástæðan - honum fannst hún skemmtileg.

Allen hefur hins vegar ekki grun um hvernig henni tókst að heilla Lagerfeld þar sem hún var svo drukkin að hún man ekki eftir samtali þeirra. Greint er frá þessu á Orange vefnum.

Í viðtali við Elle tímaritið segir Allen að hún hafi verið í samkvæmi í París. Orðið drukkin og ráfað um húsið þar sem samkvæmið var haldið. Í einu herberginu hafi hún rekist á Lagerfeld og þau hafi spjallað saman. Um eitthvað sem hún hreinlega man ekki eftir.

„Ég man að ég spurði hann um skó sem hann hannaði. Skór sem voru með grænum hring á hælnum. Ég spurði hvernig þeir hefðu gengið. Hann teiknaði skýringarmyndin til upplýsingar um fræðin á bak við skóhönnun. Ég á enn teikninguna. Viku síðar var ég beðin um að taka þátt í herferðinni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir