Breska konungsfjölskyldan kostaði breska skattgreiðendur 38,2 milljónir punda, jafnvirði 7,3 milljarða króna, á síðasta fjárlagaári samkvæmt uppgjöri, sem Buckinghamhöll birti í morgun. Það svarar til 62 pensa, 118 króna, á hvert mannsbarn í Bretlandi.
Embættismenn fullyrtu í morgun að konungsfjölskyldan gerði sér fulla grein fyrir þeim efnahagserfiðleikum, sem breska ríkið glímdi nú við og hefði gripið til að ráðstafana í sparnaðarskyni, svo sem að stöðva ráðningar starfsmanna.
Kostnaðurinn á síðasta fjárhagsári var 7,9% lægri en árið á undan, m.a. vegna þess að dregið hefur úr ferðalögum fjölskyldunnar.
Andstæðingar konungsstjórnarinnar mótmæltu utan við Buckinghamhöll í morgun og krefjast þess að upplýsingar um það hvernig fjölskyldan eyðir skattfé verði bættar.