Breska konungsfjölskyldan kostaði 38,2 milljónir punda

Elísabet Englandsdrottning.
Elísabet Englandsdrottning. Reuters

Breska konungsfjölskyldan kostaði breska skattgreiðendur 38,2 milljónir punda, jafnvirði 7,3 milljarða króna, á síðasta fjárlagaári samkvæmt uppgjöri, sem Buckinghamhöll birti í morgun. Það svarar til 62 pensa, 118 króna, á hvert mannsbarn í Bretlandi.

Embættismenn fullyrtu í morgun að konungsfjölskyldan gerði sér fulla grein fyrir þeim efnahagserfiðleikum, sem breska ríkið glímdi nú við og hefði gripið til að ráðstafana í sparnaðarskyni, svo sem að stöðva ráðningar starfsmanna.  

Kostnaðurinn á síðasta fjárhagsári var 7,9% lægri en árið á undan, m.a. vegna þess að dregið hefur úr ferðalögum fjölskyldunnar.

Andstæðingar konungsstjórnarinnar mótmæltu utan við Buckinghamhöll í morgun og krefjast þess að upplýsingar um það hvernig fjölskyldan eyðir skattfé verði bættar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup