Breska konungsfjölskyldan kostaði 38,2 milljónir punda

Elísabet Englandsdrottning.
Elísabet Englandsdrottning. Reuters

Breska kon­ungs­fjöl­skyld­an kostaði breska skatt­greiðend­ur 38,2 millj­ón­ir punda, jafn­v­irði 7,3 millj­arða króna, á síðasta fjár­laga­ári sam­kvæmt upp­gjöri, sem Buck­ing­ham­höll birti í morg­un. Það svar­ar til 62 pensa, 118 króna, á hvert manns­barn í Bretlandi.

Emb­ætt­is­menn full­yrtu í morg­un að kon­ungs­fjöl­skyld­an gerði sér fulla grein fyr­ir þeim efna­hagserfiðleik­um, sem breska ríkið glímdi nú við og hefði gripið til að ráðstaf­ana í sparnaðarskyni, svo sem að stöðva ráðning­ar starfs­manna.  

Kostnaður­inn á síðasta fjár­hags­ári var 7,9% lægri en árið á und­an, m.a. vegna þess að dregið hef­ur úr ferðalög­um fjöl­skyld­unn­ar.

And­stæðing­ar kon­ungs­stjórn­ar­inn­ar mót­mæltu utan við Buck­ing­ham­höll í morg­un og krefjast þess að upp­lýs­ing­ar um það hvernig fjöl­skyld­an eyðir skatt­fé verði bætt­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver