Hjóla hringinn á tíu dögum

Alissa R. Vilmundardóttir hjólar hringinn í kringum landið á tíu …
Alissa R. Vilmundardóttir hjólar hringinn í kringum landið á tíu dögum ásamt Írisi Mýrdal Kristinsdóttur til styrktar Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum, en þær undirbúa sig nú á hverjum degi. mbl.is/Ómar

Þær Alissa R. Vilmundardóttir, læknanemi, og Íris Mýrdal Kristinsdóttir, líffræðinemi, hafa sett sér það markmið að hjóla hringinn í kringum landið á tíu dögum til styrktar Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum.

Þær leggja í hann þann níunda ágúst næstkomandi en slagorð ferðarinnar er Okkar leið - allra málefni og er Vigdís Finnbogadóttir sérstakur verndari ferðarinnar.

„Það hefur löngum verið draumur hjá mér að takast á við svona stórt verkefni til styrktar verðugu málefni og ætli ég hafi ekki bara fengið innblástur frá fólki sem ég hef fylgst með gera eitthvað álíka. Líkt og ég er Íris mikill hjólreiðagarpur og samþykkti strax hugmyndina en síðastliðið hálft ár höfum við æft okkur og undirbúið með því að hjóla, hlaupa og lyfta,“ segir Alissa við Morgunblaðið í dag.

Þegar nær dregur ferðinni verður hægt að fylgjast með framvindu hennar á vefsíðunni facebook.com/#!/pages/Okkar-leid-allra-malefni. Þar munu þær Alissa og Íris skrifa dagbók á hverjum degi með upplýsingum um hvernig gangi og setja inn myndir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach