Hvert kvöld á tónleikaferðalagi Lady Gaga, Monster Ball Tour, tilkynnir hún samband sitt við Virgin Mobile, en fyrir hverja sýningu hennar gefa þeir 20.000 Bandaríkjadali til góðgerðarsamtaka sem hjálpa ungum heimilislausum samkynhneigðum.
Opinber afstaða Lady Gaga til réttinda samkynhneigða og barátta hennar hefur gert hana að skotskífu kristinna mótmæla sem haldin voru í St. Louis síðustu helgi, rétt áður en hún kom til Scottrade Center völlinn í Missouri.
Það er Westboro baptistakirkjan sem mótmælti en meðlimir hennar hafa meðal annars mætt við jarðarfarir látinna homma og hæðst að hinum látna en það gerðu þau m.a. við jarðarför hins myrta Matthew Shephard. Þau kölluðu Lady Gaga falsspákonu og sögðu að hún og aðdáendur hennar væru tóndaufir, kynruglaðir, sjálfshatandi og á leiðinni til helvítis.