Áhugi á Elvis út yfir gröf og dauða

Elvis Presley árið 1973.
Elvis Presley árið 1973.

Tæki og tól, sem notuð voru til að kryfja og smyrja lík bandaríska söngvarans Elvis Presley verða seld á uppboði í Chicago í ágúst. Meðal munanna er merkimiði, sem á stendur John Doe og var festur við tær söngvarans í líkhúsinu.

Uppboðið verður á vegum fyrirtækisins Leslie Hindman. Það fer fram 12. ágúst, fjórum dögum fyrir 33. dánardægur Presleys. 

Uppboðshaldarinn sagði í morgun, að allir munirnir, sem notaðir voru við krufninguna og undirbúning útfararinnar verði til sölu, frá gúmmíhönskum og töngum til greiðu og farða. Jafnvel reikningurinn fyrir líkkistunni og herðatréð, sem föt Presleys voru hengd á, verða boðin upp. 

Yfirmaður hjá útfararstofunni í Memphis, sem sá um útför Presleys, safnaði mununum saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir