Brúðkaup aldarinnar í uppsiglingu

Bill Clinton ásamt dóttur sinni, Chelsea Clinton.
Bill Clinton ásamt dóttur sinni, Chelsea Clinton. Reuters

Ef fram heldur sem horfir gæti brúðkaup einkadóttur Clinton-hjónanna, hennar Chelsea, um næstu helgi orðið eitt hið sögufrægasta það sem af er þessari öld. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru mjög uppteknir af brúðkaupinu; hvar það verður haldið, hverjir verða þar og hverjir ekki. Chelsea er orðin þrítug að aldri og ætlar að giftast 32 ára bankamanni, Marc nokkrum Mezvinksy

Þannig hafa sumir vinir hjónanna, eða þeir héldu amk að þeir væru vinir Bill og Hillary, farið í fýlu yfir að hafa ekki fengið boðskort í brúðkaupið. Þeim sem hefur verið boðið, sem eru 400 manns, hefur verið uppálagt að segja engum hvar brúðkaupið fer fram.

Samt sem áður er komið á allra varir hvar veislan fer fram - að því er talið er að minnsta kosti. Staðsetningin hefur ekki verið staðfest en samkvæmt kenningum er það vegleg höll í Rhinebeck, litlum bæ í New York ríki. Hvernig hin kirkjulega athöfn fer fram er lítið vitað um en Chelsea er kristinn trúar en brúðguminn gyðingatrúar.

Sjálf hefur Hillary Clinton lýst því opinberlega hvað hún sé spennt yfir brúðkaupinu en þau hjónakornin vilji ekkert segja meira.

Meðal þeirra sem ekki eru taldir vera á boðslistanum eru Barack Obama Bandaríkjaforseti og spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey. Þetta hefur þó ekki verið staðfest, eins og margt annað fyrir hið leyndardómsfulla brúðkaup. Þá vitnaði New York Times í ónafngreinda einstaklinga um helgina sem voru í fýlu.

„Ég er nógu góður til að útvega flugvél en ekki þess verður að vera boðið í brúðkaupið," sagði einn fyrrum stuðningsmaður Bill Clinton sem lánaði honum einkaþotu til að þvælast á um Bandaríkin þvers og kruðs.

Ekki hefur þó öllum fjölmiðlum vestanhafs líkað hamagangurinn kringum brúðkaupið. Þannig grípur leiðarahöfundur The Washington Post til varna fyrir einkadótturina og segir hana eiga skilið að fá að vera í friði með sitt brúðkaup.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan