Tónlistarveisla á Bræðslunni

Hljómveitin 200.000 naglbítar á Bræðslunni í gærkvöldi.
Hljómveitin 200.000 naglbítar á Bræðslunni í gærkvöldi. mbl.is/Aldís Fjóla B. Ásgeirsdóttir

Tónleikarnir á Bræðslunni heppnuðust vel í gærkvöldi en þeir voru í beinni útsendingu á Rás 2. Að sögn Áskels Heiðar Ásgeirssonar skipuleggjanda voru um 1.000 manns á tónleikunum og þrefaldur sá fjöldi á Borgarfirði eystra. Frábært veður var langt fram á kvöld en undir miðnætti læddist þoka inn á svæðið.

„Hér er bara tjald við tjald á hverjum þeim lausa bletti sem fannst. Ég held að það hafi aldrei verið með jafnmargir samankomnir hérna í firðinum. Mjög mikið af fjölskyldufólki og mikil og góð stemning," sagði Áskell Heiðar við mbl.is, einn forsprakka Bræðslunnar ásamt bróður sínum, söngvaranum Magna, og fleirum. „Það verður án nokkurs vafa sungið á tjaldstæðunum fram undir morgun, eftir að tónleikunum lýkur.

Flytjendur á tónleikunum voru hljómsveitirnar Fanfarlo frá Bretlandi, Dikta, 200.000 Naglbítar, KK & Ellen og Of Monsters and Men. Sjálf hátíðin hefur staðið yfir síðan á miðvikudagskvöld og heppnast einstaklega vel, að sögn Áskels Heiðars.

Að tónleiknum loknum var kveiktur varðeldur við hlið samnefnara hátíðarinnar, tónleikahússins Bræðslunnar.

Breska hljómsveitin Fanfarlo á Bræðslunni á Borgarfirði eystra í gærkvöldi.
Breska hljómsveitin Fanfarlo á Bræðslunni á Borgarfirði eystra í gærkvöldi. mbl.is/Aldís Fjóla B. Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach