Listamaðurinn Erró verður í haust sæmdur æðstu heiðursorðu, sem veitt er í Frakklandi. Um er að ræða riddaraorðu frönsku heiðursfylkingarinnar, Ordre Légion d'honneur, sem Erró hlýtur Erró fyrir 52 ára framlag sitt til lista- og menningarlífs.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, mun að öllum líkindum afhenda Erró orðuna en hana hljóta að jafnaði fimm einstaklingar á ári hverju, tveir fyrir framlag til hernaðarmála og þrír fyrir afrek eða framlag til samfélagsins, að sögn Listasafns Reykjavíkur.
Meðal þeirra, sem hafa fengið þessa orðu eru leikkonan Isabelle Adjani, rithöfundinn Calixthe Belaya, kvikmyndaleikstjórann Emir Kusturica, tónlistarmanninn Manu Dibango og heimspekinginn Jacques Bouveresse.
Erró er staddur í Formentera á Spáni um þessar mundir en er væntanlegur til Íslands í september til að vera viðstaddur opnun stærstu sýningar sinnar á klippimyndum hingað til á Íslandi, en sýningin verður í heimkynnum Errósafnsins í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi.