Gervitennur Churchill seldar á uppboði

Gervitennurnar voru sérsmíðaðar til að halda smámæli Churchill
Gervitennurnar voru sérsmíðaðar til að halda smámæli Churchill Newsmakers PR

Hluti gervitanngarðs sem áður var í eigu Winston Churchill hefur nú verið seldur á uppboði fyrir 15.200 bresk pund eða tæpar þrjár milljónir íslenskra króna. Hafa þær verið kallaðar "tennurnar sem björguðu heiminum".

Efri gómur fölsku tannanna sem var sérstaklega smíðaður fyrir forsætisráðherrann er sagður stór þáttur í sérstökum ræðustíl hans sem var frægur í seinni heimstyrjöldinni.

„Frá barnæsku var Churchill mjög smámæltur og átti stöðugt í erfiðleikum með stafinn S," sagði Jane Hughes frá London Hunterian Museum sem er læknasafn rekið af Royal College of Surgeons.

„Hann vildi viðhalda þeim eiginleika vegna þess að hann var þekktur. Gervitennurnar festust ekki í munninum en það var viljandi gert," bætti Jane við.

Tannlæknirinn, Derek Cudlipp, sem smíðaði gervitennurnar var gjarnan kallaður á Downing stræti til að laga tennurnar sem Churchill þótti afar vænt um. Kom hann í veg fyrir að Cudlipp gengi í herinn samkvæmt syni tannlæknisins.

Heyra má smámæli forsætisráðherrans í frægri ræðu hans:

Winston Churchill.
Winston Churchill. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach