Afmæli frá jökli niður í fjöru

Afmælisbarnið fékk m.a. bréfdúfu og landnámshana í afmælisgjöf. Hér sleppir …
Afmælisbarnið fékk m.a. bréfdúfu og landnámshana í afmælisgjöf. Hér sleppir Páll hvítri dúfu. Úr einkasafni

Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður varð áttræður 25. júlí. Af því tilefni bauð hann vinum og venslafólki til afmælisveislu undir Jökli. Þar á Páll sumarbústað og hefur mikið dálæti á svæðinu. Um 150 gestir mættu í afmælið sem var haldið allt frá jökulrótum og niður í fjöru.

Helliseyingar - þeir sem tengjast Hellisey í Vestmannaeyjum - fjölmenntu í fagnaðinn og hljómsveitin Hrafnar tók á móti gestum í skafli undir jökulrótum. 

„Þar sameinuðust gestir í snertingu við frerann og lögðu kaldan lófann á ennið til að örva ásetning um sameiginlega gleðistund. Það gekk líka eftir,“ sagði Páll. „Ungir og aldnir nutu dagsins ofan úr jökli og fram á sand, með tilfallandi uppákomum. Krakkarnir fengu að prófa hundakerru þar sem sleðafæri þraut.“

Vestmannaeyingarnir Grímur kokkur (Gíslason) og Maggi Braga (Magnús Bragason, bróðursonur Páls) höfðu undirbúið fjölréttaveislu á Djúpalónssandi. Byrjað var á langreyði og endað á rækju. Fiskmeti var framreitt á grillspjótum og fuglinn hanteraður af kunnáttumönnum. Dufþakur Pálsson, sonur Páls, passaði upp á að tilheyrandi vökvi fylgdi hverjum rétti.

Af ströndinni var farið að Djúpalóni en í hvilftinni við lónið er einstakur hljómburður. Þar söng Rósalind Gísladóttir, bróðurdóttir Páls, fyrir veislugesti. Þaðan barst leikurinn í félagsheimilið á Arnarstapa.

Thor Vilhjálmsson og Páll á Húsafelli fóru fyrstir á svið, Páll með steinhörpu sem hann er þekktur fyrir að gera úr steinskífum úr gilinu fyrir ofan Húsafellsbæinn. Thor flutti síðan tölu og náði þar flugi sem honum einum er lagið. Hrafnarnir töpuðu ekki dampi og sungu nú sem aldrei fyrr, dyggilega studdir af Bjartmari Guðlaugssyni.

Eftir góða lotu var smá -athöfn þar sem Dufþakur sæmdi Pál Lundaorðunni og flutti honum kveðju fjölskyldunnar. Menn færðu sig í setustofuna og hlýddu á ræðu Braga Steingríms, en hann fór fyrir Helliseyjargenginu.

Hljóðfæraleikarar voru fleiri. „Árni Johnsen og Hafsteinn Guðfinnsson héldu áfram spuna með Eyjalög og ljóð sem yljuðu gestum. Mörgum var hugsað til Ása í Bæ. Hann gaf okkur perlur, sem ekki tapa gljáa. Það var svo komin nótt, þegar menn áttuðu sig á að tíminn líður og kvöddust sælir,“ sagði Páll.

Afmælisbarninu bárust ýmsar gjafir. Meðal þeirra skemmtilegustu voru bréfdúfa og landnámshani.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson