Sendur í byggingarvinnu eftir HM

Leikmenn Norður-Kóreu á æfingu í Suður-Afríku.
Leikmenn Norður-Kóreu á æfingu í Suður-Afríku. Reuters

Norður-kóresku knattspyrnumennirnir, sem kepptu fyrir hönd þjóðar sinnar á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku í júní, hafa ekki átt sjö dagana sæla síðan þeir snéru heim.

Fullyrt er að þeir hafi þurft að sæta opinberri yfirheyrslu klukkustundum saman þar sem þeir voru sakaðir um að „svíkja" Kim Jong-un, væntanlegan eiðtoga landsins með frammistöðu sinni á HM. 

Breska blaðið Daily Telegraph hefur eftir suður-kóreskum fjölmiðlum, að  stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi kallað liðið til opinberrar yfirheyrslu 2. júlí þar sem fjallað var um hvernig liðið hefði tapað hinni hugmyndafræðilegu baráttu í Suður-Afríku.

400 fulltrúar stjórnvalda, námsmanna og blaðamanna voru viðstaddir yfirheyrslurnar.  Í lok yfirheyrslunnar var Kim Jung-hun vísað úr verkamannaflokki Norður-Kóreu og er nú sagður leggja stund á byggingarvinnu.  

Norður-kóreska liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í Suður-Kóreu.  Fyrsta leiknum tapaði liðið naumlega, 1:2 fyrir Brasilíu og þótti standa sig vel. Því var ákveðið að senda leik liðsins við Portúgal út beint í norður-kóreska sjónvarpinu og sá leikur tapaðist 0:7. Það var meira en leiðtogar Norður-Kóreu þoldu.  

Kim Jung-hun þjálfari axlaði persónulega ábyrgð á tapinu og sagðist eftir leikin hafa valið ranga leikaðferð. Leikmennirnir hefðu hins vegar staðið sig vel. 

Kim Jung-hun, þjálfari liðs Norður-Kóreu áhyggjufullur á svip. Hann hafði …
Kim Jung-hun, þjálfari liðs Norður-Kóreu áhyggjufullur á svip. Hann hafði fulla ástæðu til þess. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka