Sendur í byggingarvinnu eftir HM

Leikmenn Norður-Kóreu á æfingu í Suður-Afríku.
Leikmenn Norður-Kóreu á æfingu í Suður-Afríku. Reuters

Norður-kór­esku knatt­spyrnu­menn­irn­ir, sem kepptu fyr­ir hönd þjóðar sinn­ar á heims­meist­ara­mót­inu í Suður-Afr­íku í júní, hafa ekki átt sjö dag­ana sæla síðan þeir snéru heim.

Full­yrt er að þeir hafi þurft að sæta op­in­berri yf­ir­heyrslu klukku­stund­um sam­an þar sem þeir voru sakaðir um að „svíkja" Kim Jong-un, vænt­an­leg­an eiðtoga lands­ins með frammistöðu sinni á HM. 

Breska blaðið Daily Tel­egraph hef­ur eft­ir suður-kór­esk­um fjöl­miðlum, að  stjórn­völd í Norður-Kór­eu hafi kallað liðið til op­in­berr­ar yf­ir­heyrslu 2. júlí þar sem fjallað var um hvernig liðið hefði tapað hinni hug­mynda­fræðilegu bar­áttu í Suður-Afr­íku.

400 full­trú­ar stjórn­valda, náms­manna og blaðamanna voru viðstadd­ir yf­ir­heyrsl­urn­ar.  Í lok yf­ir­heyrsl­unn­ar var Kim Jung-hun vísað úr verka­manna­flokki Norður-Kór­eu og er nú sagður leggja stund á bygg­ing­ar­vinnu.  

Norður-kór­eska liðið tapaði öll­um þrem­ur leikj­um sín­um í Suður-Kór­eu.  Fyrsta leikn­um tapaði liðið naum­lega, 1:2 fyr­ir Bras­il­íu og þótti standa sig vel. Því var ákveðið að senda leik liðsins við Portúgal út beint í norður-kór­eska sjón­varp­inu og sá leik­ur tapaðist 0:7. Það var meira en leiðtog­ar Norður-Kór­eu þoldu.  

Kim Jung-hun þjálf­ari axlaði per­sónu­lega ábyrgð á tap­inu og sagðist eft­ir leik­in hafa valið ranga leikaðferð. Leik­menn­irn­ir hefðu hins veg­ar staðið sig vel. 

Kim Jung-hun, þjálfari liðs Norður-Kóreu áhyggjufullur á svip. Hann hafði …
Kim Jung-hun, þjálf­ari liðs Norður-Kór­eu áhyggju­full­ur á svip. Hann hafði fulla ástæðu til þess. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell