Ný plata Maiden fær 9/10 í Classic Rock

Iron Maiden.
Iron Maiden. AP

Fyrsta um­fjöll­un um nýja hljóðvers­plötu báru­járnsgoðsagn­anna í Iron Mai­den leit ný­verið dags­ins ljós í tíma­rit­inu Classic Rock. Gömlu risaeðlurn­ar virðast ennþá kunna sitt fag því ný­smíðin fær níu af tíu mögu­leg­um í ein­kunn. Nefn­ist plat­an The Final Frontier og er fimmtánda hljóðversplata sveit­ar­inn­ar.

Gagn­rýn­andi Classic Rock, Dom Law­son, kall­ar plöt­una djarft og óvænt stökk inn í hið ókunna og kveður að upp­hafslag plöt­unn­ar, Sa­telite 15, muni jafn­vel rugla í rím­inu þá aðdá­end­ur Járn­frú­ar­inn­ar sem hvað opn­ast­an huga hafa.

Kem­ur þetta nokkuð á óvart þar sem Iron Mai­den hef­ur gegn­um tíðina bein­lín­is hreykt sér af því að halda sig við það sem sveit­inni fer best að spila; sitt ein­staka, epíska báru­járns­rokk.

Mynd­band við tit­il­lag plöt­unn­ar má sjá hér en Guðmund­ur Ingi Þor­valds­son, leik­ari, leik­ur í því. Lagið El Dorado hef­ur einnig verið gert aðgengi­legt á vefn­um.

Hér má lesa gagn­rýni Classic Rock á vef Iron Mai­den

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir