Ný plata Maiden fær 9/10 í Classic Rock

Iron Maiden.
Iron Maiden. AP

Fyrsta umfjöllun um nýja hljóðversplötu bárujárnsgoðsagnanna í Iron Maiden leit nýverið dagsins ljós í tímaritinu Classic Rock. Gömlu risaeðlurnar virðast ennþá kunna sitt fag því nýsmíðin fær níu af tíu mögulegum í einkunn. Nefnist platan The Final Frontier og er fimmtánda hljóðversplata sveitarinnar.

Gagnrýnandi Classic Rock, Dom Lawson, kallar plötuna djarft og óvænt stökk inn í hið ókunna og kveður að upphafslag plötunnar, Satelite 15, muni jafnvel rugla í ríminu þá aðdáendur Járnfrúarinnar sem hvað opnastan huga hafa.

Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Iron Maiden hefur gegnum tíðina beinlínis hreykt sér af því að halda sig við það sem sveitinni fer best að spila; sitt einstaka, epíska bárujárnsrokk.

Myndband við titillag plötunnar má sjá hér en Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, leikur í því. Lagið El Dorado hefur einnig verið gert aðgengilegt á vefnum.

Hér má lesa gagnrýni Classic Rock á vef Iron Maiden

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson