Stallone stakk af frá ógreiddum reikningum

Sylvester Stallone ásamt fleiri hasarleikurum, Bruce Willis, Dolph Lungren og …
Sylvester Stallone ásamt fleiri hasarleikurum, Bruce Willis, Dolph Lungren og Randy Couture Reuters

Leikarinn Sylvester Stallone fær ekki góða útreið í brasilískum fjölmiðlum í dag en vikurit þar í landi greinir frá því  að Stallone og félagar hans hafi skilið eftir fjölda ógreiddra reikninga þar í landi eftir að nýjasta kvikmynd hans var tekin upp þar.

Hasarmyndin The Expendables verður frumsýnd síðar í mánuðinum í Bandaríkjunum en hún var tekin upp í Brasilíu. Fjölmörg fyrirtæki sem komu að gerð hennar þar í landi segja að ekki hafi verið greitt fyrir veitta þjónustu.

Samkvæmt vikuritinu Veja nema ógreiddir reikningar framleiðenda myndarinnar yfir tveimur milljónum dala í Brasilíu. Þar á meðal skuldi þeir brasilísku kvikmyndafyrirtæki, O2, öryggisvörðum, bílstjórum og öðrum starfsmönnum.

Segir í Veja að frá því í maí í fyrra hafi O2 reynt að innheimta það sem félagið á inni án árangurs. Frá því í byrjun þessa árs hafi Stallone og félagar ekki einu sinni svarað símtölum frá O2.

Talið er að The Expendables sé dýrasta kvikmynd sem hefur verið kvikmynduð í Brasilíu en fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðaði upp á 63 milljónir Bandaríkjadala.

Stallone er með framleiðandi myndarinnar auk þess sem hann leikur stórt hlutverk í henni.

Umfjöllun um myndina á IMD

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir