Íslenskir karlmenn fallegastir í heimi

„Það er alltaf verið að tala um að við eigum fallegustu konur í heimi, en við eigum líka glæsilegustu menn í heimi,“ segir tískulöggan Karl Berndsen. Hann prýðir forsíðu nýjasta Monitor, sem kom út í morgun, og er í viðtali í blaðinu.

„Þegar ég er úti í London er ég að sjálfsögðu í allt öðrum heimi en hér. Þegar maður fer út á lífið þar og á klúbbana í þessum gay-heimi tekur maður eftir því að mennirnir þar eru rosalega „rugged“. Þetta eru bara pjúra karlmenn. Engar geldollur heldur krúnurakaðir og grófir menn. Þegar ég kom síðan heim og sá unga, íslenska karlmenn fannst mér þetta bara samansafn af pjátri. Og þeir eru allir straight,“ segir Karl.

Í viðtalinu útskýrir hann einnig umdeild ummæli sín um Heru Björk fyrir Eurovision í vor. „Ég sagði það strax að mér fyndist hún frábær söngkona en það eina sem ég kommentaði á var að ég hefði sjálfur lagt örlítið meira á mig. Þetta er sjónvarp og þessi keppni byggist á kynþokka frá A til Z. Það er ekki nóg að hafa röddina, í dag verðurðu að hafa allt heildarlúkkið. Það var það eina sem ég sagði. Ég hefði lagt það á mig að missa nokkur aukakíló ef ég væri að fara að standa fyrir framan milljónir manna,“ segir Karl.

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Karl Berndsen er með útlitið í lagi.
Karl Berndsen er með útlitið í lagi. Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan