Óvæntur gestur

Jón Gnarr borgarstjóri á setningarhátíð Hinsegin daga í kvöld.
Jón Gnarr borgarstjóri á setningarhátíð Hinsegin daga í kvöld. mbl.is/Eggert

Óvæntur gestur birtist á opnunarhátíð Hinsegin daga í Íslensku óperunni í kvöld. Var það borgarstjórinn Jón Gnarr, sem kom fram á sviðið í draggi.

Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga, bauð Jón velkominn á sviðið. Hann sló á létta strengi og sagði ómþýðri röddu að borgarstjórinn hefði ekki séð sér fært að mæta.

 Hinsegin dagar standa fram á sunnudag en hápunkturinn er gleðigangan niður Laugaveg í Reykjavík á laugardag. 

Á morgun verður meðal annars hinsegin bókmenntaganga frá Ingólfstorgi með Úlfhildi Dagsdóttur og hinsegin sigling um sundin blá við veitingar og tónlist.   

Hægt er að skoða dagskrá Hinsegin daga á vef hátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir