Sandra Bullock var sú leikkona í Hollywood, sem aflaði mestra tekna á síðustu ári. Hún lék í tveimur vinsælum myndum, The Proposal, og The Blind Side, sem hún fékk raunar Óskarsverðlaun fyrir. Tímaritið Forbes áætlar að Bullock hafi fengið 56 milljónir dala, rúmlega 6,6 milljarða króna, í tekjur frá júní 2009 til júí 2010.
Reese Witherspoon og Cameron Diaz deila 2. sæti á lista Forbes með 32 milljóna dala laun á síðustu tveimur árum. Witherspoon hefur raunar ekki leikið í kvikmynd frá því birtist í myndinni Four Christmases árið 2008 en að sögn blaðsins hefur hún fengið fyrirfram greitt fyrir tvær væntanlegar kvikmyndir, How Do You Know og Water for Elephants. Þá fær hún einnig laun frá snyrtivörufyrirtækinu Avon.
Diaz fékk há laun fyrir myndina Knight & Day, sem var frumsýnd í júlí. Þá fékk hún einnig dágott kaup fyrir að lesa inn á teiknimynd um Shrek.
Í næstu sætum eru eftirtaldar leikkonur:
Jennifer Aniston, 27 milljónir dala
Sarah Jessica Parker, 25 milljónir dala
Julia Roberts, 20 milljónir dala
Angelina Jolie, 20 milljónir dala
Drew Barrymore, 15 milljónir dala
Meryl Streep, 13 milljónir dala
Kristen Stewart, 12 milljónir dala.