Julia Roberts tekur hindúatrú

Julia Roberts.
Julia Roberts. Reuters

Bandaríska kvikmyndastjarnan Julia Roberts segir í tímaritsviðtali, að hún hafi nú tekið hindúatrú. Segist Roberts biðjast reglulega fyrir í hindúamusterum ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum þeirra.

Roberts er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína, Eat, Pray, Love, sem segir sögu konu í leit að sjálfri sér í Indlandi og snýst til hindúatrúar. Roberts segir í viðtali við tímaritið Elle, að hún og fjölskylda hennar fari nú reglulega í hindúamusteri til að biðjast fyrir og fagna. Roberts ólst upp íGeorgíu og foreldrar hennar eru kristinnar trúar. 

Í viðtalinu segist hún einnig gjarnan vilja endurfæðast til rólegri tilveru en þeirrar, sem hún hafi upplifað sem kvikmyndastjarna.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar