Viktoría krónprinsessa sökuð um mútuþægni

Viktoría krónprinsessa og nýbakaður eiginmaður hennar, Daníel prins.
Viktoría krónprinsessa og nýbakaður eiginmaður hennar, Daníel prins. FABRIZIO BENSCH

Viktoría krónprinsessa Svía og Daníel Westling, nýbakaður eiginmaður hennar, fengu brúðkaupsferð að andvirði margra milljóna króna í brúðargjöf. Nú saka þrír einstaklingar þau um að þiggja mútur.

Rökstuðningur þremenninganna er sá að krónprinsessan megi ekki taka við svo verðmætum gjöfum þar sem hún sé opinber persóna. Sænska hirðin vísar ásökununum hinsvegar á bug og segir talskona konungsfjölskyldunnar, Ulrika Näsholm, að þetta hafi verið einkaferð í boði náins fjölskylduvinar. Þremenningarnir sem leggja fram kæruna segja engu að síður að krónprissessan hafi brotið lög um spillingu með því að þiggja gjöfina.

Þau Viktoría og Daníel vörðu hveitibrauðsdögunum í Frönsku Pólýnesíu. Að sögn Aftonbladet kostaði ferðin margar milljónir sænskra króna og var það viðskiptajöfurinn Bertil Hult sem greiddi fyrir hana, en hjónin flugu í til Kyrrahafsins í einkaþotu hans og gistu um borð í lúxussnekkju í hans eigu.

Sænsku dagblöðin virðast ekki útiloka að gjöfin geti talist vera mútugreiðsla. „Það er undarlegt að erfingi sænsku krúnunnar skuli leyfa sænskum milljarðamæringi að annast ferðakostnað og gistingu fyrir sig," skrifaði Peter Wolodarski, leiðarahöfundur Dagens Nyheter, um helgina. Hann telur ekki útilokað að Hult muni krefjast greiðasemi konungsfjölskyldunnar í staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar