Engin Spaugstofa í vetur

Pálmi Gestsson, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum …
Pálmi Gestsson, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum í Spaugstofunni mbl.is/Rax

Á fundi sem aðstandendur Spaugstofunnar áttu í morgun með forráðamönnum RÚV var tilkynnt um að Spaugstofan yrði ekki á dagskrá Sjónvarpsins í vetur. Hefur þeim verið boðið að sjá um áramótaskaupið um næstu áramót.

Ástæðan fyrir því að þátturinn verður ekki á dagskrá í vetur er 9% niðurskurður sem RÚV þarf að fara eftir.

Spaugstofan hefur verið á dagskrá Sjónvarpsins í meira en tvo áratugi.

Að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrárstjóra Sjónvarpsins, er von á svari frá Spaugstofumönnum í síðasta lagi eftir helgi hvort þeir taka að sér umsjón með áramótaskaupinu í ár. 

Búið er að ræða við nokkra einstaklinga um þáttagerð á laugardagskvöldum í stað Spaugstofunnar en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun þar að lútandi. 

Útsvarið verður á sínum stað í vetur og Gettu betur einnig. Eins er unnið að því að setja á laggirnar fleiri íslenska þætti í Sjónvarpinu í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir