Ungur íslenskur klifrari fær mikið lof

Bryndís Muller virðist vera efnilegur klifrari ef marka má skrif …
Bryndís Muller virðist vera efnilegur klifrari ef marka má skrif Steve McClure.

9 íslensk ungmenni frá Klifurfélagi Reykjavíkur og klifurfélaginu Björk í Hafnarfirði eru nú stödd á Borgundarhólmi í Danmörku þar sem þau taka þátt í ungmennabúðum þar sem leiðbeinandinn er Steve McClure, einn besti klifrari allra tíma. McClure bloggar um kennsluna og virðist sérstaklega innblásinn af íslenskri stelpu, hinni 12 ára gömlu Bryndísi Muller.

„Einstaka sinnum gerist það að ég verð virkilega snortinn af staðfestu fólks, þar sem einkunnirnar sjálfar skipta ekki máli heldur seglan og drifkrafturinn til að ná árangri. Þá skín ástin á íþróttinni í gegn," skrifar McClure um Bryndísi. „Hérna á eyjunni fylgdist ég með hinni 12 ára gömlu Bryndísi glíma aftur og aftur við sama klettinn og í hvert sinn komst hún nær takmarkinu. Hún var greinilega farin að þreytast og var þar að auki að renna út á tíma.

Allir hvöttu hana áfram þar sem hún barðist við að finna grip fyrir skóna, sem voru 2 stærðum of stórir. Ég lánaði henni mína [...] svo hún gæti reynt einu sinni enn. Og það varð líka lokatilraunin, því hún negldi þetta, með herkjum! Alveg frábært. Ég gaf henni skóna, því hún átti það svo gjörsamlega skilið. Og allir þeir sem fylgdust með fengu smá -innsýn í það hvað það kostar að gera þitt allra besta."

Steve McClure er Breti og stórt nafn í klifurheiminum. Sjálfur þakkar hann velgengnina í sportinu „staðfestu, vilja umfram allt annað, og svolítið af heppni og góðum genum".

Sagt er frá búðunum og afreki Bryndísar á vef Klifurhússins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir