Hvernig er hægt að skíra barnið sitt þetta?

Jason Lee með soninn Pilot Inspektor.
Jason Lee með soninn Pilot Inspektor.

Í nýjasta tölublaði Monitor eru fáránlegustu nöfn heims tekin fyrir. Þar er sérstakur dálkur þar sem tekin eru fyrir furðulegustu nöfn sem fræga fólkið hefur gefið börnum sínum. Þar kennir ýmissa grasa, en í heimi frægra er ekkert athugavert við að skíra börn nöfnum á borð við Pilot Inspektor, Audio Science og Sage Moonblood.

Lítum á nokkur dæmi um sérvisku fræga fólksins

Penn Jillette úr teyminu Penn & Teller skírði barnið sitt Moxie Crimefighter.

Börn leikstjórans Robert Rodriguez heita Racer, Rebel, Rogue, Rhiannon
og Rocket.

Synir Michael Jackson heita Prince Michael og Prince Michael II, kallaður Blanket.

Sylvester Stallone á son sem heitir Sage Moonblood.

Chris Martin og Gwyneth Paltrow skírðu dóttur sína Apple.

Bob Geldof og Paula Yates skírðu dóttur sína Fifi Trixibelle.

Paula Yates var aftur í essinu sínu þegar hún eignaðist dóttur með söngvaranum Michael Hutchence úr INXS, en hún fékk nafnið Heavenly Hiraani Tiger Lily.

Leikaraparið David Duchovny og Tea Leoni eiga soninn Kyd.

Jason Lee á son sem heitir Pilot Inspektor.

Dóttir Bono, söngvara U2, heitir Memphis Eve.

Félagi Bono úr U2, gítarleikarinn Edge, skírði dóttur sína Blue Angel.

Börn Frank Zappa heita Moon Unit, Diva Thin Muffin, Dweezil og Ahmet.

Dóttir leikarans Rob Morrow úr sjónvarpsþáttunum Numb3rs heitir Tu Morrow.

Nicolas Cage á son sem heitir Kal-El í höfuðið á Superman.

Leikkonan Shannyn Sossamon skírði dóttur sína Audio Science.

Meira í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar