Fry í stjórn Norwich City

Reuters

Leikarinn Stephen Fry hefur tekið sæti í stjórn knattspyrnufélagsins Norwich City. Um þetta var tilkynnt á blaðamannafundi félagsins í dag.

Fry, sem mun sinna starfi „sendiherra“ Norwich City, sagði í samtali við BBC að þetta væri sannarlega einn af mest spennandi dögum í lífi sínu og hann gæti ekki verið stoltari eða ánægðari.

„Framkvæmdastjórar Norwich City hafa gengið framhjá mér við val á leikmönnum í liðið í mörg ár, ótrúlegt en satt, svo ég hef komist að þeirri sorglegu niðurstöðu að úr þessu sé ólíklegt að ég verði valinn í byrjunarliðið.“

„Þess í stað mun ég aðstoða liðið, með mikilli ánægju, á öðrum sviðum.“

Leikarinn, rithöfundurinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn, Fry, á heimili í Norfolk og hefur verið stuðningsmaður Norwich City alla ævi.

Hann sækir reglulega heimaleiki félagsins og situr þá oft við hlið Deliu Smith sem á meirihluta í knattspyrnufélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir